Metnaður Ánægja Samvinna Ábyrgð

Grunnskóli
Grundarfjarðar
JAFNRÉTTIS OG MANNRÉTTINDASTEFNA - ÁÆTLUN
Jafnréttis- og mannréttindastefna Grunnskóla Grundarfjarðar er byggð á jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, sem var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Grundarfjarðar 7.apríl 2016.
Markmið með gerð jafnréttis- og mannréttindastefnu Grunnskóla Grundarfjarðar er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna og að hver og einn einstaklingur verði metinn út frá eigin forsendum. Þar sem miðað er að því að allt starfsfólk og allir nemendur skólans geti notið sama réttar í öllu skólastarfi án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúbragða, skoðana, kynferðis, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.
Jafnréttis- og mannréttindastefna Grunnskóla Grundarfjarðar var endurskoðuð í janúar 2019 og samþykkt af skólaráði Grunnskóla Grundarfjarðar og Jafnréttisstofu. Áætlunin er til þriggja ára og verður endurskoðuð næst í janúar 2022.