top of page
LÖG FORELDRAFÉLAGS GRUNNSKÓLA GRUNDARFJARÐAR

 

Frá 3.  október 2012

 

1.gr

Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar.  Félagar eru forráðamenn nemenda í skólanum.

 

2. gr.

Markmið félagsins er að vinna  að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólann í hvívetna efla samvinnu heimilis og skóla sem og að koma á framfæri sjónarmiðum um skólastarfið, menntun og uppeldismál nemenda. 

 

Markmiði sínu hyggst félagið ná með því m.a. að:

  1. Veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólanum.
  2. Koma á umræðufundum um skóla og uppeldismál almennt í Grundarfjarðarbæ.
  3. Vera samstarfsvettvangur fyrir foreldra og forráðamenn í skólasamfélaginu.

 

3. gr

Foreldrar tveggja barna í hverjum bekk eru valdir í bekkjaráð.  Stjórn foreldrafélagsins boðar þessa fulltrúa á fund áður en aðalfundur félagsins er haldinn.  Á þeim fundi kjósa bekkjarráðsfulltrúar  úr sínum hópi stjórn foreldrafélagsins. 

Í stjórn eru þrír foreldrar, helst einn frá hverju aldursstigi, (þ.e.1.-4. b., 5.-7. b. og 8.-10.b.)

Annað hvert ár ganga foreldrar eins nemanda úr stjórn og aðrir koma í staðinn.  Næsta ár ganga foreldrar hinna tveggja úr stjórn og nýir eru kosnir í þeirra stað.  Þannig situr hvert foreldri tvö ár í senn í stjórn. Stjórnarmenn geta setið lengur ef aðstæður krefjast þess og það samþykkt á aðalfundi.

Kennarar kjósa sér árlega einn fulltrúa sem tengilið við stjórnina.

Í stjórn foreldrafélagsins skulu ekki sitja þeir foreldrar sem sinna bekkjarfulltrúastarfi á starfsári grunnskólans.

 

4. gr

Aðalfund skal halda í upphafi skólaárs eða eigi síðar en 20. september. Boðað skal til fundarins með dreifibréfi með a.m.k. viku fyrirvara.

 

Fundardagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu skólaári.
  2. Ársreikningar
  3. Kosning stjórnar
  4. Önnur mál.

 

5.gr.

Bekkjaráð komi saman til fundar a.m.k. þrisvar á ári og skal stjórn félagsins undirbúa og boða til þeirra.  Fulltrúar hvers bekkjar geta unnið sjálfstætt.  Einnig er gott að fulltrúar bekkjadeildanna hafi með sér samstarf þannig að þeir vinni saman  að málefnum sem sérstaklega snerta eitt af aldurstigunum þremur í samráði við umsjónarkennara.

 

6. gr.

Stjórnin hefur tillögurétt um breytingar á reglum og starfsháttum skólans og skal senda þær skólastjóra til umsagnar.

Stjórnin skal ekki hafa afskipti af ágreiningi sem upp kann að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.

Fundargerðir almennra félagsfunda skal skrá í fundargerðarbók félagsins. Æskilegt að senda fundargerðir og fréttir inn á svæði foreldrafélagsins inn á heimasíðu skólans.

 

7. gr.

Stjórnin skal tilnefna einn fulltrúa og annan til vara sem á rétt til setu á fundum fræðslunefndar með málfrelsi og tillögurétti. Á aðalfundi annað hvert ár skulu kosnir tveir fulltrúar foreldra til setu í skólaráði til tveggja ára í senn.

 

8. gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og sé það tilkynnt í fundarboði.

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

VIÐBURÐIR

bottom of page