top of page
VIÐBRÖGÐ VIÐ ÁFÖLLUM

 

Þegar um áföll er að ræða sem tengjast nemendum eða starfsfólki skólans fer ákveðið vinnuferli í gang eftir eðli áfallsins. Markmiðið er að sýna hlýju og nærgætni, styrkja og styðja við bakið á þeim sem verður fyrir áfalli. Mikilvæg er að hafa nánasta aðstandanda alltaf með í ráðum og bera allar aðgerðir skólans undir hann til samþykkis.  Æskilegt er að umsjónarkennarar og foreldrar séu í nánu sambandi þegar það á við. Gott samstarf við heimilin eru ómetanlegur stuðningur við nemendur.

 

í eftirfarandi áætlun má finna vinnuáætlun svo bregðast megi við áföllum sem nemendur og starfsfólk geta orðið fyrir sem og upplýsingar um áfallaráð skólans. Áfallaáætlun er vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við þegar áföll verða, s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu eða sorgarviðbrögð.

 

Viðbrögð við áföllum í heild sinni.

VIÐBURÐIR

bottom of page