top of page
Lög nemendafélags Grunnskóla Grundarfjarðar

 

Lög endurskoðuð og breytingar samþykktar 4. okt. 2010

1.gr.  Félagið heitir NGG (Nemendafélag Grunnskóla Grundarfjarðar)

2.gr.    Aðsetur er Grunnskóli Grundarfjarðar

3.gr.    Hlutverk nemendaráðs NGG er að:

  • Vinna að og skipuleggja félagsstarf í skólanum í samstarfi við skólastjóra.

  •  Vera rödd nemenda í málum tengdum hagsmunum þeirra.

  • Vera jákvæðar og uppbyggilegar fyrirmyndir annarra nemenda. 

  • Virkja sem flesta nemendur til starfa og þátttöku í félagslífi skólans.

  • Stuðla að góðri umgengni, jákvæðum samskiptum og uppbyggilegum lífsháttum.

4.gr. Nemendaráð skal kosið í upphafi skólaárs. Kjósa skal 2 fulltrúa úr 8. bekk, 2 úr  9. bekk og ritara og formann úr 10. bekk.  Nemendaráð skal árlega velja annan fulltrúa af tveimur úr 9.bekk til setu í skólaráði til tveggja ára í senn.

5.gr. Nemendaráð skal funda með skólastjóra a.m.k. tvisvar á skólaári eða eins og þurfa þykir. Valdir fulltrúar nemendaráðs sitja fundi skólaráðs.

6.gr. Félagar skulu að öllu leiti fara að gildandi skólareglum.

7.gr.  Endurskoða skal lög þessi í upphafi hvers skólaárs.

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page