top of page
Samstarf við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

 

Gott samstarf er milli Grunnskóla Grundarfjarðar og FSN (Fjölbrautaskóla Snæfellinga). Þeir nemendur sem hafa lokið námsgreinum á grunnskólastigi, með fullnægjandi hætti, geta sótt nám á framhaldsskólastigi, samanber ákvæði grunnskólalaganna. 

Fyrir liggur ákveðið samkomulag milli Grunnskóla Grundarfjarðar og FSN um framkvæmdina. Samkomulag  er í gildi milli skólanna um að FSN viðurkenni til eininga nám þeirra nemenda sem stunda áfanga á framhaldsskólastigi.

Elstu nemendur grunnskólans fara á hverju vori í heimsókn í FSN í einn dag og taka þátt í hefðbundnu skólastarfi FSN. Námsráðgjafi og kennarar FSN sjá um skipulag þessarar heimsóknar.

Stjórnendur FSN og Grunnskóla Grundarfjarðar funda með reglulega millibili á hverju starfsári.

 

Samstarf skólanna er sífellt í mótun og vonast er til að geta aukið enn fremur á samstarf þeirra.

Endurskoðað haust 2018

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page