top of page
SÉRKENNSLA

Deildarstjóri sérkennslu er María Ósk Ólafsdóttir.

Sérkennsla er ein leið skólans til þess að mæta mismunandi getu og þörfum nemenda.  Markmið hennar er að reyna að koma til móts við nemendur með námsörðugleika og þá sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða og aðlaga námið að þörfum hvers og eins.

 

Mikil áhersla er einnig lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir en í því felst m.a. að finna þá nemendur sem hugsanlega koma til með að eiga í erfiðleikum með nám sitt.  Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að nauðsynlegt sé að finna þessa nemendur sem allra fyrst á skólagöngunni.  Í ljósi þessa eru gerðar hinar ýmsu athuganir eða öðru nafni skimanir á öllum nemendum í 1. - 3. bekk.

 

Í fyrsta bekk er lagt fyrir hópverkefni þegar liðnar eru c.a. 6 - 8 vikur frá skólabyrjun. Þetta er svokallað teikniverkefni þar sem hægt er að sjá út einbeitingu nemenda, hlustun, og hvernig þeim tekst að fara eftir fyrirmælum.

 

Læsi, lesskimunarverkefni eru lögð fyrir í 1. og 2. bekk.

 

Þeir nemendur í 3. - 10. bekk sem eru undir almennum viðmiðunum síns bekkjar í lestri, fara gjarnan í lestrarátak.

 

GRP 10 lagt fyrir 5. bekkinga 

 

GRP 14 lagt fyrir 9. bekkingar þar sem ástæða er til

 

Öll vinna með nemendur í sérkennslu er unnin í samráði við umsjónarkennara og með leyfi foreldra og forráðamanna og þeim er einnig tilkynnt þegar athuganir eru gerðar.

VIÐBURÐIR

bottom of page