top of page
Skólastefna Grunnskóla Grundarfjarðar

 

Skólastefna Grunnskóla Grundarfjarðar tekur mið af Aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Grundarfjarðarbæjar. Lögð er áhersla á að skapa gott námsumhverfi þar sem nemendum og starfsfólki líður vel. Þar sem nemendur ná árangri miðað við sínar forsendur og getu og fái gott veganesti út í lífið. Í skólanámskrá er að finna skipulag starfsins og vinnuferli sem starfið er byggt á. Stefnan grundvallast á eftirfarandi gildum/einkunnarorðum: Metnaður, ánægja, samvinna og ábyrgð.

 

Metnaður

Gera ávallt sitt besta í leik og starfi, sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum sem einstaklingur og í samstarfi við aðra. Hafa metnað fyrir því að ná settum markmiðum og gera kröfur til sín.

GET - ÆTLA - SKAL

 

Ánægja

Sýna gleði, jákvæðni og virðingu í samskiptum. Starfsfólk og nemendur njóti sín í vinnuumhverfinu og finni fyrir öryggi og vellíðan. Vera dugleg að hrósa, brosa og veita jákvæða umbun.

SÁ SEM HEFUR GAMAN AF ÞVI SEM HANN GERIR NÆR ÁRANGRI

 

Samvinna

Vinna sameiginlega að settum markmiðum og vera heiðarleg í samskiptum. Vera jákvæður í samvinnu við aðra, virða skoðanir annarra og vera tilbúin til málamiðlana þegar þörf er á. Allir fái að njóta sín í starfi og leik.

ENGINN GETUR ALLT, ALLIR GETA EITTHVAÐ.

 

Ábyrgð

Vera ábyrg í gjörðum og hegðun gagnvart sjálfum sér og öðrum. Sýna virðingu og tillitsemi í samskiptum. Axla ábyrgð á eigin starfi og námi og vinna það sem ætlast er til. Ganga vel um eigur sínar og annarra og vera ábyrgur gagnvart umhverfinu.

HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR

 

Skólastefnu Grundarfjarðarbæjar má finna hér

VIÐBURÐIR

bottom of page