Metnaður Ánægja Samvinna Ábyrgð

Grunnskóli
Grundarfjarðar
Móttaka nýrra nemenda
Í Grunnskóla Grundarfjarðar er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum.
Að vori áður en nemendur hefja nám við grunnskólann er þeim boðið í heimsókn í skólann með umsjónarkennara.
Nemandi sem hefur nám þegar að skólaárið er hafið kemur í viðtal ásamt forráðamönnum til umsjónarkennara og stjórnenda. Þeir setja nemandann og foreldra inn í skipulag skólastarfs. Umsjónarkennari ber ábyrgð á að taka á móti nýjum nemenda og koma honum inn í bekkjarstarf og daglegt líf í skólanum.
Forráðamenn fylla út eyðublöð hjá skólaritara, svo sem íþróttastarf, skólamáltíðir, leyfi og fleira.
Áætlun um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku
Innritunarblað afhent sem foreldrar fylla út í skólanum eða heima. Tími ákveðinn fyrir móttökuviðtal þar sem foreldrar og nemendur mæta. Foreldrar eru beðnir um að hafa meðferðis helstu upplýsingar sem skólinn þarf á að halda.