Metnaður Ánægja Samvinna Ábyrgð

Grunnskóli
Grundarfjarðar
SKÓLAHEILSUGÆSLA
Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis.
Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427
Skólaskoðun heilsugæslunnar
Skoðanir og bólusetningar nemenda:
1. bekkur Hæð, þyngd, sjón
4. bekkur Hæð, þyngd, sjón
7. bekkur Hæð, þyngd, sjón og bólusetning
9. bekkur Hæð, þyngd, sjón og bólusetning
Ef líkur eru á að barnið sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna. Bólusetningar barna eru alltaf á ábyrgð foreldra. Afþakki foreldrar bólusetningar fyrir börn sín þurfa þeir að tilkynna það skriflega til skólaheilsugælsunnar og slíkt ber að skrá í heilsufarsskrá barns.
Heilbrigðisfræðsla
Skipulögð heilbrigðisfræðsla er framkvæmd í öllum árgöngum og er áherslan að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni heilsuverndar skólabarna og Lýðheilsustöðvar. Áherslur fræðslunnar eru Hollusta – Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja - Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Grundarfirði sér um skólahjúkrun. Skólahjúkrunarfræðingur er Heiða María Elfarsdóttir, sími: 432-1350.