top of page
Samstarf við leikskóla

 

Lög og reglugerðir kveða almennt á um mikilvægi samstarfs og samvinnu leikskóla og grunnskóla um að skólastarf svari þörfum barna/nemenda fyrir styðjandi og þroskandi námsumhverfi. Í því felst að fagfólk á báðum skólastigum hefur faglegar skyldur til að vinna að því að börn þroskist sem best og fái sem heppilegust uppeldisskilyrði í skólum. Í því skyni er samstarfi og tengslum leikskóla og grunnskóla komið á. Gott er að fagfólk á báðum skólastigum komi sér saman um starfsviðmið til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið um samstarf og tengsl leikskóla og grunnskóla.

 

Í starfsviðmiðum felst að þau eru viðmið um ætlaða, góða framkvæmd á samspili leikskóla og grunnskóla Grundarfjarðar. Starfsviðmiðin eru gerð í þeim tilgangi að auka fagmennsku í starfi og skipulagi skólastarfsins sem komi börnum sveitarfélagsins til góða í námi og leik og ýti undir þroskandi námsumhverfi fyrir börnin. Starfsviðmiðin eiga að vera ákveðið lágmark sem allir skólar eiga að geta þróað enn frekar, sem útfærsla á aðalnámskrám skólastiganna um mikilvægi samstarfs og tengsla skólastiganna.

 

Námskrá Eldhamra má finna hér.

VIÐBURÐIR

bottom of page