top of page
STARFSÁÆTLUN

 

Samkvæmt 29. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð starfsáætlunar og annarra hluta skólanámskrár og skal semja þær í samráði við starfsfólk skólans.

 

Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um stjórnkerfi og starfslið skólans ásamt almennum hagnýtum upplýsingum um skólahald hvers skólaárs. Árlega er starfsáætlunin endurskoðuð, breytt og bætt eftir nýjum áherslum og námsefni.

 

Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.

 

Starfsáætlun Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir skólaárið 2018/19 má finna í heild sinni hér

VIÐBURÐIR

bottom of page