top of page

Háskólalestin

Háskólalestin mætti í Snæfellsbæ föstudaginn 29.ágúst og voru nemendur í 7. – 10.bekk úr Snæfellsbæ og Grundarfirði þátttakendur.

Undanfarin ár hefur Háskólalestin ferðast um landið við miklar vinsældir. Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Háskólalestin heimsækir 5 staði í ár og er Snæfellsnesið einn af þeim.

Nemendur völdu sér námskeið eftir áhugasviði þeirra og fengu 3 mismunandi námskeið þann daginn. Þau námskeið sem boðið var uppá voru: Blaða- og fréttamennska, eðlisfræði, stjörnufræði, japanska, jarðfræði, hugmyndasaga, lego smiðja, íþróttanæringarfræði, og vísindaheimspeki.

Nemendur voru margs vísari og þótti þetta skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum skóladegi.

Að auki var slegið upp litríkri vísindaveislu fyrir heimamenn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á laugardeginum með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga.


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page