Leikskólaheimsókn
- helis6
- Sep 17, 2014
- 1 min read
Mánudaginn 15.september heimsótti 1.bekkur grunnskólans elstu börnin á leikskólanum. Þessar heimsóknir eru hluti af samstarfsverkefni skólanna, Brúum bilið sem hefur verið í gangi frá 1998. Börnunum í 1.bekk fannst afskaplega gaman að komast á gamlar slóðir. Skemmtilegar athugasemdir komu frá nokkrum þeirra þegar komið var inn í leikskólagarðinn....."hei ég man sko eftir þessum hól"....."ég man sko líka eftir þessu borði"
Comments