top of page

Kæru foreldrar/forráðamenn

  • helis6
  • Sep 29, 2014
  • 1 min read

Mig langaði að senda ykkur nokkrar línur þar sem nokkrar vikur eru liðnar af skólaárinu. Það er ekki annað hægt að segja en að skólastarfið hafi farið nokkuð vel af stað á þessu hausti. Börnin eru námsfús og ganga glöð til daglegra verka sinna hér í skólanum. Þessar fyrstu vikur skólastarfsins hefur töluvert verið um útikennslu og hefur það sett skemmtilegan svip á skólastarfið á þessu hausti.

Samræmdu prófin gengu vel og lögðu nemendur sig fram við að leysa þau verkefni sem þar voru lögð fyrir. Aðrir nemendur lögðu sig fram við að taka tillit til hinna og trufla ekki á meðan á prófunum stóð. Óhætt er að segja að það hafi gengið að mestu vel fyrir sig.

HREYFIVIKAN verður haldin í Grundarfirði í næstu viku. Að tilefni hennar ætlum við að hafa ýmsar uppákomur. HREYFIVIKAN byrjar á mánudaginn kl. 8:10 en þá verður samhristingur nemenda og foreldra/forráðamanna í íþróttasal skólans. Ég hvet alla til að mæta og taka þátt. Auðvitað geta amma, afi og einhverjir aðrir komið með. Síðar í vikunni munu eldri nemendur skiptast á að skipuleggja leiki í löngu frímínútunum fyrir aðra nemendur skólans. Á föstudeginum munu nemendur og starfsfólk taka þátt í hreyfingu í löngum frímínútunum. Þá verður farið í hina ýmsu leiki en fjörið byrjar kl. 11:00. Ef þið eigið leið um svæðið eða ekki endilega lítið við á okkur það er aldrei að vita nema þið fáið að vera með.

Að lokum langar mig til að minna á vetrarleyfi Grunnskóla Grundarfjarðar sem verður dagana 23. og 24. október. Þá daga er engin starfsemi í skólanum og því er heilsdagsskólinn lokaður báða þessa daga.

Gerður Ólína


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page