top of page

Lestrarátak Ævars vísindamanns

  • helis6
  • Oct 6, 2014
  • 1 min read

Þann 1. október fór af stað Lestrarátak Ævars vísindamanns fyrir 1. - 7. bekk. Átakið stendur til 1. febrúar. Lestrarátakið er unnið með hjálp frá Heimili og skóla, Ibby, RÚV, Forlaginu, Marel og öðrum. Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylla þau út miða sem þau sækja í gegnum www.visindamadur.is . Foreldri eða kennari kvitta fyrir því að hver bók hafi verið lesin og svo verður miðinn settur í kassann góða sem gott er staðsettur hjá ritara. Í lok átaksins verða miðarnir sendir til Heimilis og skóla, því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Það skiptir engu máli hvort bókin sé löng eða stutt, á íslensku eða útlensku, teiknimyndasaga, Syrpa eða skáldsaga - bara svo lengi sem börnin lesa. Í lok átaksins dregur Ævar vísindamaður fimm nöfn og fá þau í verðlaun að verða að persónum í nýrri ævintýrabók sem Ævar er að skrifa (Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík) og kemur hún út með vorinu hjá Forlaginu - svo það er til mikils að vinna.


 
 
 

Comentarii


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page