Jól í skókassa
- helis6
- Nov 6, 2014
- 1 min read
Það ríkti gleði og eftirvænting hjá grunnskólanemendum 1. - 6. bekkjar og elstu börnum leikskólans í morgun þegar þau mættu öll til að afhenda gjafir til barna í Úkraníu sem mörg hver búa á munaðarleysingjahælum og við mikla fátækt. Börnin afhentu skókassa sem þau unnu saman við að útbúa og fengu heitt kakó og smákökur við þetta tækifæri.
Það eru samtökin KFUM/KFUK sem sjá um þetta verkefni og koma því á leiðarenda. Hér í Grundarfirði eru umsjónamenn verkefnisins Salbjörg Nóadóttir og Anna Husgaard.
Comments