top of page

Ræðukeppni skólans

  • helis6
  • Nov 24, 2014
  • 1 min read

Ræðukeppni Grunnskólans var haldin á efri sal skólans að viðstöddum nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólans. Auk þess var 3ja manna dómnefnd sem samanstóð af bæjarstjóranum okkar Þorsteini Steinssyni, skólastjóranum Gerði Ólínu Steinþórsdóttur og Helgu Hafsteinsdóttur starfsmanni Grunnskólans.

Sex stúlkur tóku þátt að þessu sinni og voru það 2 sigurvegarar úr hverjum umsjónarbekk. Fyrir 7. og 8. bekk voru þær Björg Hermannsdóttir og Elva Björk Jónsdóttir. Fyrir 9. bekk voru það Patrycja Alexandra Gawor og Sandra Ósk Jóhannsdóttir og fyrir 10. bekk þær Álfheiður Inga Ólafsdóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir.

Ræðuefnið fjallaði um það hvernig væri að vera unglingur í dag. Þessar stúlkur sögðu skemmtilega frá því en samkvæmt þeim þá er það ekki alltaf auðvelt og margt kom fram sem fullorðið fólk leiðir ekki alltaf hugann að. Þær eiga allar hrós skilið fyrir frammistöðu sína.

En eins og í öllum keppnum þá er alltaf einn sem sigrar og að mati dómnefndar þá sigraði Sandra Ósk Jóhannsdóttir úr 9. bekk.

Hún fær að launum pizzaveislu fyrir sig og bekkjarfélaga sína á Rúben.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page