Slökkvuliðið í heimsókn í 3.bekk
- helis6
- Nov 27, 2014
- 1 min read
Í dag kom slökkviliðið í heimsókn í 3. bekk og var með fræðslu um eldvarnir. Farið var yfir mikilvæga þætti sem hafa þarf í huga ef eldur kemur upp á heimilum og börnunum kennt hvernig bregðst á við og hvað ber að varast.
Krakkarnir fengu síðan afhenta handbók fyrir heimilið um eldvarnir og skemmtilega sögu um Loga og Glóð og Brennu-Varg.
Einnig fengu börnin að fara yfir í slökkvistöðina og skoða aðstöðuna og bílana hjá slökkviliðinu.
Comments