Vinningshafar í verkefni Landsbyggðavina
- helis6
- Jan 14, 2015
- 1 min read
Í vetur hafa nemendur í 7. – 10. bekk unnið verkefni á landsvísu sem heitir Sköpunargleði – Heimabyggðin mín: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Markmið þess er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum sem þar bjóðast, auk þess að vera um leið þroskandi og skemmtileg viðbót við hefðbundið skólanám.
Nú hafa dómarar farið yfir verkefnin og af þremur verðlaunum eru tveir nemendur í 7. bekk úr Grunnskóla Grundarfjarðar verðlaunahafar fyrir góðar hugmyndir um, hvernig þær sjá að gera megi Grundarfjörð að áhugverðari og betri stað, bæði hér og nú og í framtíð – langri framtíð.
Þær stúlkur sem unnu eru: María Margrét Káradóttir og Tanja Lilja Jónsdóttir í 7. bekk.
Hugmyndir stúlknanna koma á óvart, lýsa miklum áhuga á efninu og eru vel framkvæmanlegar, en um þann þátt fjallar síðari hluti verkefnisins, sem lýkur strax eftir páskafrí 2015.
Verðlaunaafhending verður í Háskólanum í Reykjavík, V201 í verkefninu, Sköpunargleði - Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir, fyrri hluta, ritgerðarhlutanum og hefst kl. 15:00, laugardaginn 17. janúar 2015
Við óskum Maríu Margréti, Tönju Lilju og umsjónakennara þeirra Unni Birnu Þórhallsdóttur hjartanlega til hamingju með verðlaunin og óskum þeim velfarnaðar í seinni hluta verkefnisins.
Comments