Skólahreysti
- helis6
- Jan 23, 2015
- 1 min read

Undankeppni fyrir val á þátttakendum í Skólahreysti þetta árið fór fram í síðustu viku. Öllum nemendum skólans var boðið að koma og fylgjast með sem og elstu nemendum leikskólans. Nemendur höfðu val um þátttöku og ákváðu nokkrir nemendur að láta slag standa. Stemning í salnum var góð og fengu keppendur mikla hvatningu úr stúkunni, sem skilaði sér greinilega til keppenda sem tóku vel á því og sýndu mikil tilþrif.
Í ár verða það Dominik Wojciechowska, Lisbet Rós Ketilbjarnardóttir, Sverrir Sævarsson, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir og Björg Hermannsdóttir sem keppa fyrir hönd Grunnskóla Grundarfjarðar.
Í lokin fengu allir nemendur að spreyta sig á þrautunum og mátti sjá að framtíðin er björt hvað varðar þátttöku og árangur í Skólahreysti.
Comments