top of page

MAR


Föstudaginn 20. febrúar bauðst unglingastiginu í grunnskólanum að fara á leikritið MAR í Frystiklefanum Rifi. Farið var af stað kl. 8:30 og hófst sýningin á því að sýningarstjóri tók á móti okkur og bauð okkur velkomin. Síðan lá leiðin inn í klefann og sýningin hófst. Hún tók um 50 mínútur og að henni lokinni komu leikararnir fram, Kári Viðarsson og Freydís, okkar hér í Grundarfirði. Nemendur voru nokkuð dugleg að spyjar ýmissa spurninga um sýninguna og sviðsmynd hennar.

Nemendur stóðu sig vel, voru kurteis og skólanum til mikilla sóma.

Þökkum við fyrir það tækifæri að hafa fengið að fara með nemendur á þessa sýningu! Flott framtak hjá Frystiklefanum :)

Fleiri myndir inni á myndasafni.


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page