top of page

Þemadagar

  • helis6
  • Feb 23, 2015
  • 2 min read

Vikan 16.-20.febrúar

IMG_1224.JPG

Á mánudaginn fengum við góðan gest í heimsókn til okkar í Grunnskóla Grundarfjarðar. Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur í 7.-10.bekk og ræddi við þá um markmiðasetningu, sjálfstraust og að komast þangað sem maður ætlar sér. Þorgrímur ræddi við nemendur í tvær kennslustundir og nemendur voru mjög áhugasamir og til fyrirmyndar.

Þemadagar voru haldnir 17.-19.febrúar. Yfirskrift eldra stigs var Hollusta, hreyfing og skemmtun.

Boðið var uppá hafragraut alla dagana og var gaman að sjá hve unglingarnir voru duglegir að borða hann.

Fyrsta daginn vorum við með stöðvavinnu. Á einni stöðinni var spilað og á annarri var unnið með grænmeti og ávexti. Nemendur skáru út fígúrur af öllum gerðum og sýndu ótrúlega hæfileika á því sviði. Á þriðju stöðinni unnu nemendur með málshætti og áttu að vinna stuttmynd um þá. Útkoman var mjög skemmtileg og var afraksturinn sýndur á árshátíð eldra stigsins sem haldin var á fimmtudagskvöldið.

Annan daginn fórum við í ratleik um bæinn okkar. Veðrið var ekki neitt sérstakt en ekki alslæmt þannig að nemendum var engin miskunn sýnd og þeir sendir út. Nemendur þurftu að leysa ýmiss konar þrautir og tókst vel hjá flestum. Að ratleik loknum fóru allir í íþróttahúsið og léku sér í stutta stund.

Þriðja daginn fórum við svo með rútu inn í Stykkishólm. Þar var farið í sund og í heimsókn í Grunnskóla Stykkishólms. Einnig fórum við í Norska húsið en þar var verið að setja upp sýningu í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna.

Það er gaman og nauðsynlegt að brjóta upp kennslustundirnar öðru hvoru og þótti okkur hafa tekist vel til að þessu sinni. Allir reyndu eitthvað nýtt og gleðin og áhuginn skein af hverju andliti, a.m.k. öðru hverju.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page