top of page

Þemadagar yngra stig

  • helis6
  • Feb 23, 2015
  • 1 min read

photo 3 (7).JPG

Í síðustu viku fóru fram þemadagar við grunnskólann. Þema yngsta stigsins var tengsl Grundarfjarðar við Frakkland, Paimpol. Á þriðjudag og miðvikudag var nemendum á yngra stigi skipt upp í hópa. Hóparnir fóru á milli stöðva þar sem ýmis verkefni voru unnin sem tengdust á einhvern hátt Frakklandi og/eða Paimpol. Verkefnin voru meðal annars franskar teiknimyndir, fánar og tungumál, matarmenning, vinabæirnir Grundarfjörður og Paimpol og merkar byggingar í Frakklandi. Afrakstur af nokkrum stöðvum hanga nú upp á vegg á efri hæðinni og er öllum velkomið að koma og skoða það sem var gert.

Á fimmtudeginum fórum við niður í Sögumiðstöð þar sem hópurinn horfði á teiknimyndina Stígvelaði kötturinn en hugmyndasmiðurinn að þeirri persónu var einmitt franskur. Að því lokinni fórum við aftur upp í skóla og gæddum okkur á gómsætum muffins sem hóparnir sáu um að baka í vikunni. Í lok þemadaga höfðum við þrautakeppni í íþróttahúsinu í anda "Minute to win". Þar var hópnum skipt upp í lið og fengu allir að spreyta sig á skemmtilegum þrautum. Þemadagarnir fóru vel fram og þökkum við krökkunum fyrir skemmtilega vinnu.

Fleiri myndir inni á myndasafni.

Kennarar á yngra stigi


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page