Gjöf
- helis6
- Mar 6, 2015
- 1 min read

Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagið Gleym mér ei gáfu Grunnskóla Grundarfjarðar sitt hvort felliborðið. Grundarfjarðarbær keypti síðan önnur tvö borð. Þessi borð eru mjög vel nýtt bæði til kennslu, samverustundar og ekki síst sem mötuneyti í hádeginu. Til að sýna þakklæti okkar voru stjórnir þessara félaga boðnar í hádegismat með nemendum fimmtudaginn 4. mars og fengu allir ljúffengt snitsel að borða frá Leikskólanum Sólvelli. Að loknum hádegismat fór Gerður Ólína skólastjóri með hópinn í skoðunarferð um skólann.
Comments