top of page

Skólahreysti

  • helis6
  • Mar 6, 2015
  • 1 min read

IMG_1993.jpg

Grunnskóli Grundarfjarðar hafnaði í öðru sæti í Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2015 með 40,50 stig sem er glæsilegur árangur.

Skólahreystikeppnin 2015 er hafin en fimmtudaginn fimmta mars kepptu skólar á Vesturlandi. Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt og fóru um 40 nemendur á unglingastigi suður í Garðabæ til að hvetja sitt lið til dáða. Þeir nemendur sem kepptu voru Dominik Wojciechowski, Sverrir Sævarsson, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir en Björg Hermannsdóttir og Aron Freyr Ragnarsson voru varamenn. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Tvö stigahæstu liðin í öðru sæti á landinu komast í úrslit Skólahreysti.

Óskum nemendum innilega til hamingju með góðan árangur í Skólahreysti 2015.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page