top of page
Search

Dagur barnabókarinnar

  • helis6
  • Apr 9, 2015
  • 1 min read

IMG_1485.JPG

Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á bókum handa börnum og bóklestri barna. Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Gunnar Helgason skrifað söguna Lakkrís – eða Glæpur og refsing sem hentar lesendum á aldrinum sex til sextán ára.

Nemendur hlustuðu á söguna í morgun og mikið var hlegið og flissað. Sagan verður síðan aðgengileg á vef RÚV strax að lestri loknum.

Hugsjón alþjóðlegu IBBY samtakanna er sú að barnabókmenntir geti stuðlað að auknu umburðarlyndi. Fólk sem les sömu söguna á upp frá lestrinum eitthvað sameiginlegt. Með því að leyfa öllum grunnskólanemum landsins að hlusta samtímis á söguna stíga fjörutíu þúsund nemendur inn í sama heim á sama tíma.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page