Fréttir
- helis6
- Apr 16, 2015
- 1 min read

Þar sem vorið kíkti á okkur í dag og í gær hafa nemendur skólans verið töluvert útivið, einhverjir hafa farið í gönguferðir í íþróttatímum og aðrir farið í leiki.
Dagurinn í dag var dálítið óhefðbundinn þar sem þrír kennarar eru á ART námskeiði á Selfossi og tveir aðrir á námskeið sem kallast "Að skrifa sér til læsis" í Reykjavík. 1. - 3. bekkur voru í samkennslu bæði inni og úti og gekk það mjög vel. Miðrýmið uppi var vel nýtt og komu nýju felliborðin sér vel.
Nemendur og starfsfólks skólans nutu þess að fá tilbreytingu í skólastarfið.
Comments