top of page

Stóra upplestrarkeppnin

  • helis6
  • Apr 16, 2015
  • 1 min read

IMG_9352.JPG

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi var haldin í Ólafsvíkurkirkju þann 14.apríl sl.. Það voru 3 fulltrúar úr 7.bekk frá hverjum skóla eða 9 nemendur sem tóku þátt í keppninni. Frá Grunnskóla Grundarfjarðar kepptu þær Elva Björk Jónsdóttir, Tanja Lilja Jónsdóttir og Karen Lind Ketilbjarnardóttir og stóðu þær sig allar með sóma.

Keppnin hófst með því að Vilborg Lilja Stefánsdóttir bauð alla velkomna og kynnti keppendur. Því næst var tónlistaratriði úr söngleiknum "Þengill verður ástfanginn", Vilborg Lilja kynnti síðan textahöfund keppninnar í ár en það er Guðrún Helgadóttir.

Keppendur lásu síðan sína texta úr bókinni hennar Öðruvísi fjölskylda. Boðið var upp á annað tónlistaratriði og var það nemandi úr tónlistarskólanum sem lék á píanó. Að því loknu kynnti Vilborg Lilja ljóðskáld keppninnar en það er Anton Helgi Jónsson. Keppendur lásu þau ljóð sem þeir höfðu valið úr hans safni og að lokum lásu keppendur ljóð að eigin vali.

Þá var boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar á meðan dómnefndin réði sínum ráðum.

Úrslitin urðu svo á þann veg að í fyrsta sæti var keppandi frá Ólafsvík, Birgitta Sól Vilbergsdóttir. Í öðru sæti var keppandi frá Stykkishólmi, Thelma Lind Hinriksdóttir og í þriðja sæti var keppandi frá Grundarfirði, Tanja Lilja Jónsdóttir.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comentários


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page