Stofnun Árna Magnússonar
- helis6
- May 8, 2015
- 1 min read

Á þriðjudaginn sl. fékk 5. og 6. bekkur heimsókn frá stofnun Árna Magnússonar. Svanhildur María Gunnardóttir sem er starfandi safnakennari á Árnastofnun fræddi nemendur um handrit íslendinga og efni þeim tengt. Fræðslan endaði á því að allir sem vildu fengu að rita rúnir á skinn með fjöðurstaf og jurtableki sem soðið er úr krækiberjum og jurtum. Nemendur rituðu á bókafell sem er sérverkað kálfaskinn og fengu líka leiðsögn í því að lesa valin textabrot úr miðaldarhandritum. Þessi heimsókn var mjög fræðandi en framar öllu ánægjuleg.
Fleiri myndir inni á myndasafni.
Comentarios