Börn hjálpa börnum
- helis6
- May 21, 2015
- 1 min read

Hið árlega söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins, fór fram dagana 20. mars til 19. apríl síðastliðinn og var það í 18. sinn sem þessi söfnun fór fram.
Nemendur í 5. bekk grunnskólans tóku þátt og stóðu sig með prýði að venju og söfnuðu tæpum 72.000. Þau vilja þakka grundfirðingum fyrir góðar móttökur
Með bestu kveðju 5. bekku í Grunnskóla Grundarfjarðar.
Comments