top of page

Skólaslit

  • helis6
  • May 29, 2015
  • 1 min read

IMG_0124.JPG

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar voru haldin 29. maí í íþróttasal skólans.

Gerður Ólína skólastjóri afhenti nemendum 10. bekkjar einkunnir sínar og óskaði þeim góðrar stundar í framtíðinni. Einnig kvaddi hún nemendur, foreldra og starfsmenn þar sem hún heldur til annarra starfa næsta skólaár. Ásdís Snót aðstoðarskólastjóri verður ekki starfandi við skólann næsta ár og Alda Hlín menningar og markaðsfulltrú færði þeim stöllum blóm frá Grundarfjarðarbæ með þökk fyrir samstarfið. Salbjörg Nóadóttir sem hefur séð um bókasafn skólans hættir núna í vor sökum aldurs og var henni færð gjöf frá Grundarfjarðarbæ með þökkum fyrir gott og langt starf fyrir bæinn. Einnig mun Helga Ingibjörg (Systa) ljúka störfum við skólann núna í vor og heldur til annara starfa.

Fyrir og eftir skólaslit sá foreldrafélagið um kaffi og kökusölu og á efri hæð skólans var vegleg sýning á verkum nemenda.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page