Vinnustaðaheimsókn
- helis6
- May 29, 2015
- 1 min read

Þann 27. maí komu leikskólanemendur sem eru fæddir 2010 í vinnustaðar heimsókn í grunnskólann. Að þessu sinni mætti Erna Björg með samnemendum sínum í heimsókn til móður hennar Gerðar Ólínu skólastjóra til að fá innsýn í hennar starf. Það fyrsta sem sást til nemenda leikskólans voru hreyfanlega gul vesti sem komu röltandi í átt að grunnskólanum. Þegar betur var gáð sást að þetta voru nemendurnir kátir í kampinn og til í fjör.
Nemendur fengu "the grand tour" í kringum skólann og inn í skólanum. Stoppað var á skólabókasafninu við mikla ánægju nemenda, síðan inn á skrifstofu stjórnenda og þar voru kubbar fyrir stundatöflugerð og nemendur urðu strax viljugir í að kubba og töldu sig getað reddað því að kubba stundatöflur fyrir nemendur næsta skólaárs. Tölvu- og smíðastofurnar voru afskaplega vinsælar og nemendum fannst ótrúlegt að það gæti verið til svona mikið af flottum hlutum. Endað var í myndmenntastofunni í litun og klippingu á dúkkulísum sem allir fengu að taka með sér heim. Allir fengu heitt kakó til að hita upp kroppinn og fá orku áður en þeir löguð á stað á leikskólann. Við þökkum þessum flottu tilvonandi nemendum grunnskólans fyrir gleðiríka heimsókn.
Fleiri myndir inni á myndasafni.
Bestu kveðjur,
Gerður Ólína Steinþórsdóttir
Skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar
Comments