top of page

Jólaþorp

  • helis6
  • Dec 18, 2015
  • 1 min read

Nemendur í 7. - 10. bekk unnu sameiginlega að skemmtilegu þemaverkefni síðustu daga fyrir jólafrí þar sem nemendur sköpuðu stærðarinnar jólaþorp. Segja má að nemendur hafi hugsað fyrir hverju smáatriði. Leir var notaður til að búa til persónur og dýr og pappi, málning og alls kyns smáhlutir notaðir til að byggja upp heimili og fyrirtæki og nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélög vilja í sinni heimabyggð. Sköpuðu nemendur til að mynda sundlaug með heitum pottum, sérstaka nammiverslun, hesthús, dvalarheimili, skóla, bakarí, kirkju, bæjarráðshús, eyju með skautasvelli og fleiri einingar. Þá voru tendruð ljós um allt þorpið, götuljós og jólaljós í húsum. Verkefnið tókst vel til í alla staði og voru nemendur ánægðir með vinnu sína og sköpun. Með þessu verkefni tókst að samþætta námsþætti, sköpunargleði og samvinnu. Hægt er að skoða fleiri myndir af jólaþorpinu inni á myndasafni.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page