top of page

Hvalaskoðun


Láki Tours bauð 5. og 6. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar að koma í hvalaskoðun. Heppnin var með okkur þar sem við vorum rétt að sigla inn í Breiðarfjörð þá fengum við að sjá tvo Háhyrninga. Háhyrningarnir syntu rétt við eyju þar sem nokkuð margir landselir héldu til. María sem er náttúrufræðingur og leiðsögumaður hjá Láka Tours fræddi nemendur um þessar stórkostlegu skepnur og talaði um aðra hvali sem finnast á þessu svæði. Nemendur nutu ferðarinnar og má með sanni segja að dagurinn hafi verið í alla staði fullkominn. Þökkum við Láka Tours kærarlega fyrir að bjóða okkur í þessa vel heppnuðu ferð og einnig þökkum við Maríu fyrir mjög fræðandi fyrirlestur um Háhyrningana.

Fleiri myndir inni á myndasafni. Kærar kveðjur, Lína


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page