top of page

Upplestrarkeppni í 7. bekk

  • helis6
  • Apr 8, 2016
  • 1 min read

Fimmtudaginn 7. apríl var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk. Hver nemandi las eina blaðsíðu úr bókinni „Ertu Guð? Afi“, eftir Þorgrím Þráinsson og eitt ljóð. Í dómnefnd sátu Sigríður Hjálmarsdóttir – menningar- og markaðsfulltrúi, Unnur Birna Þórhallsdóttir – kennari og Herdís Björnsdóttir – skólaritari. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og reyndist dómnefnd erfitt að velja aðeins þrjá fulltrúa sem munu taka þátt fyrir hönd skólans. En það voru þau Breki Þór, Gunnar Jökull og Ragnheiður sem komust áfram og munu taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram í Grundarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 14. apríl nk. Til vara verður Baldvin Þór.

Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page