top of page

Stóra upplestrarkeppnin

  • helis6
  • May 4, 2016
  • 1 min read

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grundarfjarðarkirkju þann 14. apríl síðastliðinn. Markmið keppninnar er að nemendur fái þjálfun í vönduðum upplestri.

Fulltrúar skólans þetta árið voru þau Breki Þór Hermannsson, Gunnar Jökull Sigurðarson og Ragnheiður Arnarsdóttir.

Allir þátttakendur stóðu sig með stakri prýði og lásu skýrt og fallega.

Fyrsta sætið hlaut Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir (Snæfellsbæ), annað sætið hlaut Minela Crnac (Snæfellsbæ) og þriðja sætið hlaut Birta Sigþórsdóttir (Stykkishólmi).

Við þökkum okkar nemendum kærlega fyrir undirbúning, þátttöku og góðan árangur og óskum sigurvegurum keppninnar hjartanlega til hamingju. Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Kommentarer


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page