top of page

Heimsókn frá Frakklandi

  • helis6
  • May 11, 2016
  • 2 min read

Myndlistakonan Josée Conan verður gestur okkar hér í Grunnskóla Grundarfjarðar þessa vikuna. Hún vinnur mjög frumleg og skemmtileg verk þar sem hún vinnur með ferskt sjávarfang og vatnsliti. Vinnan fer þannig fram að hún fær nýveidda fiska og annað sjávarfang svo sem rækjur, skeljar og fleira, og þvær það upp úr ediki og málar svo fiskinn með vatnslitum. Síðan leggur hún pappír yfir fiskinn og þrýstir vel á. Úr þessu fær hún svo mörg mismunandi mótív sem hún svo málar á og bætir við smáatriðum. Útkoman er alveg mögnuð og myndirnar hennar eru mjög lifandi og skemmtilegar. Nemendur eru mjög áhugasamir um vinnu Josée Conan og fengu að fylgjast með henni í verki og spyrja spurninga.

Josée Conan er frönsk og kemur frá Paimpol sem er vinabær Grundarfjarðar. Innblástur í verk sín fær hún frá sjónum og sögu sjómanna sem réru frá Brittaníuskaga og meðal annars til Íslands. Maðurinn hennar sér um að veiða fiskana sem hún notar við vinnu sína. Þegar fiskarnir hafa verið nýttir við listsköpun hennar lendir hann iðulega á kvöldverðaborði þeirra hjóna. Fyrirhugaðar eru sýningar á verkum hennar í Grundarfirði og Reykjavík í sumar. Fleiri myndir eru inni á myndasafni.

Við spurðum nokkra krakka hvað þeim fannst um þetta:

Arna Sigrún 5. bekk. Mér finnst þetta flott, skrýtið hvernig hún gat málað fiskinn og sett á blað.

Hanna María 5. bekk. Rosalega flott ég skil ekki hvernig hún getur gert þetta. Flott að hún skuli borða fiskinn á eftir og ekki láta hann fara til spillis.

Katrín Súsanna 7. bekk. Mjög fínt. Mjög frumlegt, mér hefði ekki dottið í hug að mála fisk og setja blað yfir.

Arnar Breki 6. bekk. Mér fannst dálítið skrýtið hvernig hún gerði þetta. Mjög flott hjá henni. Ég gæti hugsað mér að eiga svona myndir.

Jósep Dagur 2. bekk Mér fannst þetta bara mjög flott. Myndin kom ekki tilbúin út. Gaman að sjá hana mála fiskinn. Akkúrat uppáhaldsliturinn minn sem hún notaði, rauður.

Haukur Smári 1. bekk Skemmtilegt þegar hún spurði okkur hvaða liti hún ætti að setja á fiskinn


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page