top of page

UNICEF leikarnir


Nemendur skólans tóku þátt í UNICEF leikunum síðasta dag skólans. Öllum nemendum var skipt í hópa og þurftu þeir að leysa sameiginleg verkefni. Frábær dagur og krakkarnir stóðu sig mjög vel.

Markmið UNICEF hreyfingarinnar á Íslandi er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim. Börnin fá fræðslu um réttindi sín, baráttu UNICEF í þágu allra barna og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum.

Börnin fóru heim með umslög og söfnuðu fé, sem í ár rennur til jafns í neyðaraðstoð UNICEF fyrir börn á flótta vegna stríðsins í Sýrlandi og í innanlandsstarf UNICEF á Íslandi.

Nemendur söfnuðu rúmlega 45.000 kr.

Fleiri myndir eru inni á myndasafni.


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

bottom of page