top of page

Skólabyrjun

  • helis6
  • Aug 23, 2016
  • 1 min read

Við bjóðum nemendur hjartanlega velkomna í skólann og viljum benda hér á nokkur atriði.

Nemendur fá með sér heim í dag áskriftarmiða fyrir hádegismat. Þetta skólaár verður boðið upp á hádegismat á föstudögum fyrir þá sem það vilja en ath. að matartíminn verður þá eftir að skóla lýkur 12:45. Nemendur hafa því val um hádegismat frá mánudegi til fimmtudags eða frá mánudegi til föstudags.

Maturinn byrjar mánudaginn 29. ágúst.

Heilsdagsskólinn byrjar á morgun 24. ágúst og nemendur 1. - 3. bekkjar fá skráningarblað heim í dag. Einnig er hægt að nálgast skráningarblað hjá ritara.

Sundkennsla hefst á morgun og verður eins lengi og veður og aðstæður leyfa. Muna eftir að koma með sundföt. Foreldrar vinsamlegast skili inn vottorði frá lækni ef nemandi getur ekki stundað sund eða íþróttir.

Val á unglingastigi hefst mánudaginn 29. ágúst.

Vekjum athygli á að reiðhjól, bretti og önnur tæki eru alfarið á ábyrgð nemenda.

Hvetjum nemendur til að koma með hollt og gott nesti og séu klædd eftir veðri.

Skólastjórar


 
 
 

Comments


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page