Sjónaukar
- helis6
- Aug 31, 2016
- 1 min read

Þar sem útsýnið er sérlega skemmtilegt úr gluggum Heilsdagsskólans yfir hluta hafnarinnar, fuglalífið og fjöllin fórum við þess á leit við hafnarstjóra hvort möguleiki væri á að gefa okkur sjónauka til að auka fjölbreyttni og glæða áhuga barnanna á atvinnulífinu og náttúrunni í kring. Þessari fyrirspurn var tekið og afhenti hafnarstjóri Heilsdagsskólanum 4 sjónauka.
Nemendur voru að vonum hæst ánægðir eins og sjá má.
Comments