Ruslaskrímsli
- helis6
- Nov 30, 2016
- 1 min read
Í Samfélagsfræði hjá 5., 6. og 7. bekk unnu nemendur verkefni í umhverfismennt. Byrjað var á því að fara í heimsókn inn à Gàmastöð til að fræðast um starfsemina og safna saman efni fyrir verkefnið. Þá tók við mikil vinna við að fræðast um umhverfið og skrifa lýsingu á ruslaskrímslinu og kynna það. Loks var komið að því að búa til ruslaskrímslin glæsilegu. Að lokum var haldin uppskeruhátíð og öllum yngri bekkingum boðið að koma og fá kynningu á ruslaskrímslunum.
Fleiri myndir inni á myndasafni.

Comments