Skólaþing
- helis6
- Dec 19, 2016
- 1 min read

Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í skemmtilega námsferð til Reykjavíkur þann 8. desember síðastliðinn. Tóku nemendur þátt í Skólaþingi sem er kennsluver Alþingis. Þar fengu nemendur tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá eru lögð. Eftir að kennsluveri lauk fengu nemendur að heimsækja þingpallana í Alþingishúsinu og skemmtilegt var að á þeim tíma var þingfundur nýsettur. Ferðin gekk mjög vel og voru nemendur kurteisir og skemmtilegir, eins og við mátti búast.
Comments