55 ára afmæli skólans
- helis6
- Jan 6, 2017
- 1 min read
Í dag hélt Grunnskóli Grundarfjarðar upp á að það eru 55 ár síðan hann var formlega vígður, eða þann 6. janúar 1962.
Í tilefni dagsins sungu nemendur og starfsfólk afmælissönginn í sal skólans og boðið var upp á köku.
Grunnskóli Grundarfjarðar óskar Leikskólanum Sólvellir til hamingju með 40 ára afmælið þann 4. janúar.
Fleiri myndir eru inni á myndasafni.

Comentarios