Dagur leikskólans
- helis6
- Feb 6, 2017
- 1 min read
Vikuna 30/1 – 3/2 vorum við á Elhömrum með þemadaga. Þemað hjá okkur var ,, húsið mitt‘‘. Börnin svöruðu spurningum um húsnæðið sem þau búa í og teiknuðu svo mynd af því. Að því loknu föndruðu þau og máluðu hús úr mjólkurfernum og svo bjuggum þau til líkan af Grundarfirði þar sem þau settu inn göturnar sem þau eiga heima við og svo voru húsin límd við þá götu sem hvert barn býr í. Krakkarnir skrifuðu sjálf götuheitin og settu númer húsa sinna við sitt hús.
Í dag, 6. Febrúar, er svo dagur leikskólans og af því tilefni buðu krakkarnir foreldrum sínum til morgunverðar og afrakstur þemavikunnar var til sýnis. Skemmtileg vinna að baki og krakkarnir voru mjög stolt af litla Grundarfirðinum sínum sem þau sýndu gestum í morgunverðarhlaðborðinu.
Fleiri myndir inni á myndasafni.

Takk fyrir komuna
Kv. Allir á Eldhömrum
Comments