Þemadagar
- helis6
- Feb 6, 2017
- 1 min read
Mikið fjör hefur verið í þemaverkefnum þessa vikuna. Nemendur unnu verkefni um sína heimabyggð með heimsóknum til fyrirtækja og öðrum verkefnum. Þökkum við fyrirtækjum kærlega fyrir móttökurnar. Eldhamrar unnu verkefni þar sem heimili nemenda var heimsótt. Í gær og í dag var þrautakeppni háð í anda fjölgreinda Howards Gardners. Nemendum var skipt upp í 9 hópa sem fóru á milli 20 stöðva þar sem starfsfólk létu nemendur þreyta fjölbreyttar þrautir. Eins og myndirnar gefa glöggt til kynna var ánægja með síðustu daga. Fleiri myndir inni á myndasafni.

Comentarios