top of page

Þorrablót

  • helis6
  • Feb 16, 2017
  • 1 min read

Í gær vorum við með smá þorrablót í 3. og 4. bekk en við höfum verið að vinna með þorrann í samfélagsfræði að undanförnu. Fengum við Sigrúnu heimilisfræðikennara í lið með okkur og sáu 4. bekkingar um að útbúa veitingarnar í heimilisfræðitíma. Auk þess að gæða sér á þessum kræsingum fylltu nemendur út bragðkönnun . 4. bekkingar sáu síðan um skemmtiatriðin á þorrablótinu. Voru þeir með frumsamið leikrit, Þorranum stolið, ásamt því að segja brandara. 5. bekkingar fengu að kíkja í heimsókn og smakka á þorramatnum og fylgjast með skemmtuninni. Fleiri myndir inn á myndasafni.


 
 
 

コメント


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page