top of page

Þorgrímur Þráinsson

  • helis6
  • Mar 15, 2017
  • 1 min read

Þorgrímur Þráinsson kom og hélt kynningu fyrir nemendur í 4.-10.

bekk sem heitir Sterk liðsheild - hvað getum við lært af landsliðinu í Frakklandi? Þar sýndi hann nemendum myndir og myndbönd, leiddi nemendur í gegnum það hvað gerðist á bak við tjöldin í Frakkland og útskýrir hvers vegna árangurinn var svona góður. Þar reynir hann að vísa í nemendur og bekkjarhópa, að í skólanum sé líka að finna lið, sem hafa sinn þjálfara(kennara), aðstoðarmenn(foreldra,systkini) og að nemendur geta orðið fyrirliðar(leiðtogar) með því að leggja sig fram með ákveðnum hætti. Þorgrímur ræðir samkennd, hvað það skiptir máli að hjálpa öðrum, hvað felst í virðingu og svo mætti lengi telja. Umfram vildi hann benda nemendum á hvað litlir hlutir skipta miklu máli. Til dæmis svefn, hrós, matarræði og fleira.

Kynning gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir með heimsóknina. Þökkum við Þorgrími fyrir komuna. Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Yorumlar


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page