top of page

Fótboltaleikur

  • helis6
  • Sep 22, 2017
  • 1 min read

Í dag fór fram æsispennandi fótboltaleikur milli nemenda og starfsmanna Grunnskóla Grundarfjarðar. Starfsmenn unnu frækinn 4 - 2 sigur. Leikmenn sýndu tilþrifamikla takta og auðséð var að starfsmennirnir mættu einbeittir til leiks og sýndu enga miskunn. Um dómgæslu sá Sigríður Hjálmarsdóttir og stóð hún sig með prýði. Fengu allir nemendur skólans að horfa á og hvöttu þeir leikmennina óspart áfram.

Allir skemmtu sér konunglega og verður þetta örugglega árviss viðburður. Fleiri myndir inni á myndasafni.


 
 
 

Comentarios


NÝJAR FRÉTTIR
Archive

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564

 

bottom of page