Blindur er bóklaus maður
- helis6
- Nov 14, 2017
- 1 min read
Norræna bókasafnavikan var sett í gær, 13 nóvember í 21. sinn. Nú sem áður, eru norrænar bókmenntir í aðalhlutverkum. Vikan hófst með stóra upplestrardeginum en þá er reynt að fá eins margar stofnanir sem hugsast getur til að lesa valda texta samtímis. Því gæti mögulega hafa verið sett heimsmet í upplestri í gær en um rúmlega 2000 stofnanir víðsvegar um Norðurlöndin lásu texta eftir finnska höfunda. Við, hér í grunnskólanum okkar í Grundarfirði tókum að sjálfsögðu þátt. Fleiri myndir inni á myndasafni.

Comments