Sjóræningjasýning á Eldhömrum
- helis6
- Nov 17, 2017
- 1 min read
Miðvikudaginn 15. nóvember buðu krakkarnir á Eldhömrum fjölskyldum sínum á sjóræningjasýningu. Til að byrja með var búið var til fjarsjóðskort með 8 lásum. Inní hverjum lás leyndust ýmis verkefni sem krakkarnir hafa verið að leysa síðustu vikur. Þegar búið var að fara í gegnum alla lásana var afrakstur verkefnanna til sýnis á glæsilegri sjóræningjasýningu. Krakkarnir buðu uppá veitingar sem þau meðal annars bökuðu sjálf og skreyttu með hjálp kennara. Mikil spenna var fyrir því að fá gesti í heimsókn og fóru allir glaðir heim eftir skemmtilegann dag með súkkulaðigullpeningana sína! Fleiri myndir inni á myndasafni.

Comentários